Denmark       United Kingdom

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta

Fyrir skólann starfar sálfræðingur sem er starfsmaður Þjónustumiðstöðvar vesturbæjar, miðborgar og Hlíða.

Sálfræðingur vinnur í samvinnu við skóla með nemendum með fötlun, geðræna, námslega, samskiptalega og/eða hegðunarlega erfiðleika, þar sem þessir erfiðleikar hafa áhrif á nám og aðlögun í skóla. Inngrip sálfræðings felur m.a. í sér athugun og mat á þroska, hegðun og líðan nemandans samkvæmt niðurstöðum úr viðtölum, sálfræðilegum prófum, bekkjar- og atferlisathugunum. Sálfræðingur gerir tillögur til úrbóta og tekur þátt í gerð áætlana um aðstoð við einstaka nemendur í samvinnu við fulltrúa í nemendaverndarráði, kennara og foreldra. Ritarar veita upplýsingar um viðtalstíma sálfræðings. Sálfræðingur skólans er Valgerður Ólafsdóttir.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102