Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Vikuna 7. – 11. mars var undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina haldin í 7. bekk. Allir nemendur tóku þátt inn í sínum bekk en að lokum voru 16 nemendur valdir til þess að lesa inn á sal. Við fengum skemmtilega gestadómara en Guðmundur Ólafsson leikari og fyrrum smíðakennari við skólann kom ásamt Kristínu Gunnarsdóttur kennsluráðgjafa/sérkennara og Katrínu umsjónarkennara í 7. bekk. Nemendur sem komust áfram í aðalkeppnina voru Elísabet Eiríksdóttir og Sölvi Jarl Snorrason. Varamaður var Ingibjörn Natan Guðmundsson. Því miður skaraðist tímasetningin á aðalkeppninni við ferðina á Úlfljótsvatn og hópurinn varð í þokkabót veðurtepptur svo ekkert varð af þátttöku Háteigsskóla þetta árið. Undirbúningurinn var hins vegar skemmtilegur og virkilega gaman að fylgjast með krökkunum æfa sig og bæta sig í framsögn og framkomu.