Skip to content

Áfallaáætlun

Tilgangurinn með áfallaáætlun Háteigsskóla er að skýrt sé hvernig bregðast á við þegar válegir atburðir verða sem snerta nemendur og/eða starfsfólk skólans. 

Athuga ber að taka þarf tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð eru ákveðin og mikilvægt er að starfsfólk skólans sé vel undir það búið að takast á við þá erfiðleika sem fylgja hinum ýmsu áföllum. 

 

Upplýsingum um áföll á að koma til skrifstofu skólans eða til skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Í áfallaráði sitja eftirtaldir aðilar: 

Skólastjóri: Arndís Steinþórsdóttir fs: 664 8215 

Aðstoðarskólastjóri: Guðrún Helga Sigfúsdóttir fs. 664 8216 

Deildarstjóri: Sólveig Rósa Sigurðardóttir fs. 823 2645

Náms- og starfsráðgjafi: Kristín Inga Hrafnsdóttir fs. 699 5679

Skólasálfræðingur: Valgerður Ólafsdóttir 

Verkefnastjóri stoðþjónustu: Theodóra Skúladóttir fs. 699 3100

Hjúkrunarfræðingur: Anna Lillý Magnúsdóttir

 

Sóknarprestar Háteigskirkju eru áfallaráði innan handar þar sem það á við. 

Skólastjóri eða staðgengill hans er ábyrgur fyrir því að kalla saman áfallaráð og stýra vinnu þess og skipulagi. 

 

Hlutverk ráðsins er að vera skólastjórnendum og aðilum málsins innan handar. Áfallaráðið gerir vinnuáætlun svo bregðast megi við þegar áföll hafa orðið, svo sem bráð veikindi, alvarlegt slys, dauðsföll eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð. 

Meginverkefni ráðsins eru: 

Upplýsingaflæði til allra innan skólans um einstaklinginn sem áfallið hefur áhrif á. Hér er mikilvægt að virða óskir einstaklingsins/aðstandenda hvað varðar upplýsingagjöf. 

Að fylgjast með að einstaklingurinn fái allan þann stuðning sem mögulegt er að veita innan skólans, eins lengi og þörf á er á. Mikilvægt er að huga vel að óskum þeirra sem eiga í hlut hverju sinni. 

Veita starfsfólki stuðning.

 

Mótuð er skýr og afdráttarlaus vinnuáætlun um hver sinni hvaða hlutverki, í hvaða röð og hvernig beri að bregðast við. Vinnuáætlun og viðbrögð við áfalli eru metin hverju sinni út frá þörfum og óskum hvers og eins. Við skipulag áfallahjálpar og viðbragða er mikilvægt að hafa í huga alla þá einstaklinga sem koma að starfi skólans, svo sem nemendur, aðstandendur og starfsmenn. Fumleysi, kærleikur og umhyggja er leiðarljós áfallaráðins. 

 

Áfallaráð skal fundar strax að hausti og athuga hvort breyting hafi orðið á aðstæðum nemenda eða starfsfólks vegna alvarlegra slysa, veikinda, dauðsfalla eða annarra áfalla. Áfallaráð skal ræða þau áföll sem upp hafa komið og taka ákvörðun um hvort eða hvernig skal bregðast við.