Eineltisáætlun Háteigsskóla
Eineltis- og samskiptateymi Háteigsskóla - skólaárið 2022-23:
Kristín Inga Hrafnsdóttir Námsráðgjafi
Theodóra Skúladóttir Verkefnastjóri stoðþjónustu
Guðrún Helga Sigfúsdóttir Aðstoðarskólastjóri
Svava Arnórsdóttir Verkefnastjóri unglingastigs
Tilkynningareyðublað (smellið hér)
Markmið og leiðir
Í Háteigsskóla höfum við það að meginmarkmiði að öllum nemendum líði vel í skólanum. Við upphaf skólaárs eru börn og starfsfólk upplýst um samskiptastefnu og eineltisáætlun skólans. Þar kemur fram að einelti er ekki liðið í skólanum. Í skólanum er starfandi eineltisteymi sem í eiga sæti námsráðgjafi, sérkennarar og deildarstjóri. Auk þeirra taka sæti í teyminu umsjónarkennarar þess bekkjar/árgangs sem einelti kemur upp í hverju sinni. Ef grunur er um einelti eða samskiptavanda er markvisst tekið á málinu, eineltið stöðvað eða unnið úr samskiptavandanum. Líðankönnun er lögð fyrir alla nemendur árlega og ef ábendingar um einelti koma fram er eineltisteymið virkjað og vinnur málið í samstarfi við umsjónarkennara, foreldra og nemendur.
Nemendaverndarráð er upplýst um vinnu eineltisteymisins og er því til ráðgjafar við vinnslu mála. Í nemendarverndarráði sitja: Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri, sérkennari, námsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur auk kennsluráðgjafa og sálfræðings frá Þjónustumiðstöð, Vesturbæjar, Miðborgar og hlíða. Forstöðumaður skólafrístundar og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar 105 sitja líka í ráðinu.
Skilgreining á einelti
Einelti verður þegar einstaklingur lendir reglubundið og yfir ákveðið tímabil í neikvæðu áreiti, andlegu/líkamlegu, eða útilokun af hendi einstaklings eða hóps.
Hvað getur foreldri gert sem hefur grun um einelti?
Foreldrar geta haft samband við umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjórnendur. Einnig er hægt að tilkynna um einelti á sérstöku eyðublaði sem má finna í krækju hér efst.
Hvert getur nemandi leitað sem verður fyrir einelti eða veit um einelti?
Nemandi getur snúið sér beint til umsjónarkennara, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðings eða skólastjórnenda. Enn fremur geta nemendur tilkynnt um einelti á áðurnefndu tilkynningarblaði.
Verkáætlun fyrir eineltisvinnu í Háteigsskóla
Þrep 1 - athugun
- Íhlutun byggist á eðli og umfangi tilkynningarinnar og alvarleika hegðunarinnar sem lýst er. Í kjölfar ábendingar um einelti fundar eineltisteymi og viðkomandi umsjónarkennarar um málið. Ákveðnar eru aðgerðir til að tryggja strax öryggi þolanda og gerð er áætlun um athugun á málinu. Nemendaverndarráð er upplýst um málið sem og foreldrum hlutaðeigandi.
Þrep 2 - úrvinnsla
- Umsjónarkennari í samstarfi við eineltisteymi aflar upplýsinga um málið frá viðkomandi nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans og hlustað er á sjónarmið allra. Að athugun lokinni kemur eineltisteymið saman á ný. Ákvarðað er hvort um er að ræða einelti eða samskiptavanda og aðgerðir mótaðar út frá eðli málsins.
- Einelti: Markmið úrvinnslu eineltismála er að; stöðva eineltið, upplýsa málið, styrkja þolanda og veita honum viðeigandi aðstoð, leita orsaka hjá geranda/um, vinna með vandann og aðstæður
-
- Einstaklingsviðtöl við þolendur þar sem þeir fá stuðning og tryggt er að þeir láti vita ef eineltið heldur áfram.
- Einstaklingsviðtöl við gerendur þar sem unnið er markvisst með gerendum til þess að hjálpa þeim að hætta viðteknum hætt í tengslum við eineltið. Ráðstafanir skipulagðar með foreldrum þolenda og gerenda.
- Fundur með bekknum um einelti og samskipti.
- Eftirfylgni þar sem rætt er reglulega við þolendur, gerendur og foreldra.
- Samskiptavandi: Skólinn og foreldrar hafa samráð um hvaða leiðir skulu farnar ef um samskiptavanda er að ræða.
Þrep - eftirfylgni og lok máls
- Eineltisteymið fundar og fer yfir vinnslu málsins, árangur skoðaður og metið hvort markmið hafi náðst.
- Hafi markmið náðst er málinu formlega lokið í samráði við foreldra.