Farsæld barna
Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 – 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónustu í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna.
Tengiliðir Háteigsskóla:
Arndís Steinþórþórsdóttir, skólastjóri arndis.steinthorsdottir@rvkskolar.is
Sólveig Rósa Sigurðardóttir, deildarstjóri í 1.-10. bekk solveig.rosa.sigurdardottir@rvkskolar.is
Theodóra Skúladóttir, deildarstjóri stoðþjónustu theodora.skuladottir@rvskolar.is
Tengiliður þjónustu í þágu farsældar barns
Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi barns. Sama á við ef þörf er á samþættingu þjónustu á meðgöngu. Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám. Ef það á ekki við er tengiliður starfsmaður félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili. Tengiliður skal hafa viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barns. Hann má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis.
Tengiliður er:
• starfsmaður í nærþjónustu / grunnþjónustu barns og fjölskyldu þess.
• sá aðili sem styður við samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
• sá sem veitir fjölskyldunni upplýsingar um þjónustu, tryggir aðgang að frummati, styður við samþættingu þjónustu allra þjónustuveitenda og fylgir málum eftir á 2. og 3. stig ef þörf er á.