Skip to content

Markþjálfun

Nemendum á unglingastigi Háteigsskóla stendur til boða að nýta sér samtöl við markþjálfa skólans á skólatíma eftir þörfum.

Samtölin miða að því að efla nemendur í námi, að auka trú þeirra á eigin getu og að nemendur öðlist hugrekki til framkvæmda í námi með aukinni sjálfsþekkingu.

Allir nemendur í 10. bekk koma í markþjálfunarsamtöl á lokaárinu til að þjálfa styrkleika sína í námi sérstaklega fyrir það sem tekur við að grunnskóla loknum.

Nemendur í 7., 8., og 9. bekk fá kennslu í námstækni og markþjálfun í tímum sem fastir eru í stundatöflu. Markmiðið með tímunum er að fræða nemendur um margvíslegar gagnreyndar aðferðir til að ná árangri í námi, að fjalla til dæmis um skipulag, tímastjórnun, framkvæmd í námi og að njóta þess að læra á eigin forsendum. Þá er fjallað um lykilhugtök eins og styrkleika, gildi, ábyrgð, vináttu, samskiptahæfni og reglulega eru hópeflandi verkefni lögð fyrir bekkina í heild.