Skip to content

Styrkur til Konukots

Nemendur unglingastigs voru með góðgerðardag um daginn þar sem þeir seldu notuð föt, bækur, nýbakað kaffibrauð og ýmislegt fleira.  Afraksturinn, sem voru rúmlega 150 þúsund krónur, var afhentur í dag.

Á myndinni eru Anna María, kennari, Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots, og Sigurður Orri Egilsson, sem afhenti gjöfina fyrir hönd nemenda.

Einnig fékk Konukot fatnað og bækur til að selja á flóamarkaði sínum sem er opinn á hverjum laugardegi, kl. 12 – 16.