Skip to content

Sumarsmiðjur kennara

Blóm gleðja og það gerðu líka þessa ágætu konur frá Skóla- og frístundasviði sem komu færandi hendi í dag. Tilefnið var að færa skólanum blóm og súkkulaði sem þakklætisvott fyrir frábært samstarf um sumarsmiðjur sem haldnar voru á dögunum í Háteigsskóla.

Óvenjulegar aðstæður hafa verið í skólanum í sumar þar sem leikskólinn Nóaborg hefur haft aðsetur með sína nemendur ásamt því að Vinnuskólinn, Félagsmiðstöði n 105 og Halastjarnan nýttu einnig aðstöðu í skólanum.

Þröngt var á þingi en allt gekk þetta upp og dásamlegt að horfa á litlu leikskólabörnin trítla innan um fræðsluþyrsta kennara í endurmenntun.

Við í Háteigsskóla hlökkum til komandi skólaárs!