Skip to content

Það er gaman að vera saman

Það var augljóst í dag að skólastarfið okkar er óðum að færast í þær skorður sem var fyrir alheimsfaraldur og það var notalegt að sjá nemendur blandast þvert á árganga og njóta sín í leik og starfi. Búningar nemenda og starfsmanna voru fjölbreyttir sem og allar skemmtilegu öskudagsstöðvar sem kennarar buðu upp á en yngsta og miðstigið gat m.a. valið á milli þess að fara í legó, spil, just dance, íþróttasalinn og föndur. Unglingakennarar bjuggu til spurningakeppni og hægt var að spila og horfa á bíómynd.  Í hádegismat var boðið upp á hamborgara og franskar og fannst mörgum það ansi spennandi.

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.