Skip to content

Þakkardagur

Í dag var þakkardagur fyrir vinaliða haustannar 2018.

Farið var í fimleikahús Ármanns í Laugardal, þar sem tekið var vel á móti hópnum. Fyrst var farið í upphitun og farið yfir nokkrar umgengnisreglur. Að því loknu fengu krakkarnir að leika sér í salnum. Svampgryfjan var vinsæl og mátti sjá krakka taka tvöfalt heljarstökk ofan í hana. Þarna voru líka alls konar stökkbretti, hringir jafnvægisslár og stór trampólín. Þetta var mjög skemmtilegt.

Þess má geta að þjálfarinn sagði að þetta væri besti eða næstbesti hópur sem hann hefði nokkurn tímann fengið í heimsókn. Þessi þjálfari tekur á móti öllum skólahópum sem heimsækja húsið, þannig að við getum aldeilis verið stolt. 

Síðan var haldið aftur upp í skóla þar sem Gunnar kokkur hafði matreitt dýrindis pítsur handa svöngum börnum. Í lokin fengu allir vinaliðar viðurkenningarskjal og þeim þakkað fyrir vel unnin störf í morgunfrímínútunum. 

Á morgun kl. 13 verður svo fyrsti fundur vinaliða vorannar. Við hlökkum til samstarfsins.