Skip to content

Tvöfaldur sigur Háteigsskóla

Sunnudaginn 25. nóvember fór fram jólaskákmót grunnskóla. Þar gerðu nemendur Háteigsskóla sér lítið fyrir og sigruðu í tveimur aldursflokkum af þremur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Skáksambands Íslands.

Þess má geta að nú eru skákæfingar hafnar í skólanum og heldur skákmeistarinn Lenka Ptácníková utan um þjálfunina eins og undanfarin ár. Þeir sem vilja fylgjast með æfingum og mótum er bent á Facebookhópinn „Skák í Háteigsskóla„.

Innilegar hamingjuóskir, krakkar!