• IMG 0142
  • IMG 0132
  • IMG 0139
  • IMG 0149
  • IMG 0147
  • IMG 0133

Denmark       United Kingdom

Saga skólans

Saga Háteigsskóla

Þegar Kennaraskólinn var stofnaður árið 1908 var sett á fót æfingadeild við skólann.

Árið 1934 komu fram fyrstu hugmyndir um að stofna sérstakan æfinga- og tilraunaskóla en það var ekki fyrr en 1963 að ákvörðun er tekin.

Skólinn tók til starfa 15. nóvember 1968 en þá hét hann Æfinga- og tilraunaskóli Kennaraskólans. Skólinn hefur því gegnt hlutverki æfinga- og tilraunaskóla sem einnig þjónaði sem skyldunámsskóli í hverfinu.

Þríþætt hlutverk hans var fest í sessi með lögum um Kennaraháskóla Íslands árið 1988 en þá var kveðið á um að hann gegndi hlutverki sem hverfisskóli, þróunarstofnun á grunnskólastigi og miðstöð fyrir æfingakennslu í landinu.

Við yfirtöku sveitarfélaganna á öllum rekstri grunnskólanna árið 1996 var skólinn gerður að almennum grunnskóla en gert tímabundið samkomulag um hlutverk hans sem æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Íslands. Þeirri starfsemi var alveg hætt haustið 1998 og síðan þá hefur skólinn gegnt sambærilegu hlutverki og aðrir grunnskólar í landinu. Þar með lauk merkum þætti í sögu kennaramenntunar á Íslandi.

Skólinn er nú einn af þeim grunnskólum landsins sem sinna æfingakennslu á öllum stigum. Vegna nálægðar sinnar við menntavísindasvið HÍ hafa kennaranemar verið tíðir gestir.

Eftir að hlutverk skólans breyttist var efnt til samkeppni árið 1997 um nýtt nafn á skólann, meðal nemenda, foreldra og starfsmanna. Var ákveðið að skólinn skyldi heita Háteigsskóli. Hann er því á margan hátt bæði ungur og gamall.

Skólinn var einsettur haustið 1998 á sama tíma og reist var nýbygging við hann til að gera einsetningu mögulega.

Hér er lítið brot úr sögu skólans: Mynd og texti sem skólanum barst í desember '09.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102