Skip to content

Uppskerudagur Verkhrings

Miðvikudaginn 20. mars var uppskerudagur Verkhrings á unglingastigi.

Þá settu nemendur upp bása með því sem þeir vildu kynna og buðu bæði yngri nemendum og aðstandendum að koma að skoða og fræðast. Það var einstaklega skemmtilegt og fræðandi að skoða sýningarnar og að heyra frá nemendunum hve mikið þeir vissu um það sem þeir vildu kynna.

Vel gert og til hamingju, unglingar!