Skip to content

Valsleikar á miðstigi

Í morgun héldu nemendur í 5.-7. bekk galvösk á Hlíðarenda á langþráða Valsleika. Leikarnir hafa ekki verið haldnir síðustu tvö ár og var því spenningurinn mikill. Sigurinn féll þó ekki okkar megin í þetta sinn en það skemmtu sér allir konunglega og margir tilbúnir að taka þátt og reyna fyrir sér í ýmsum íþróttagreinum. Áfram Háteigsskóli!