Skip to content

Vetrarfrí 17.-20. febrúar

Vetr­ar­leyfi grunn­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar hefst fimmtu­dag­inn 17. fe­brú­ar og lýk­ur sunnu­dag­inn 20. fe­brú­ar. Skóli hefst aft­ur sam­kvæmt stunda­skrá mánu­dag­inn 21. fe­brú­ar.

Nú þegar enda­lok heims­far­ald­urs­ins eru í aug­sýn og fjölda­tak­mörk miðast við 200 manns, þá er um að gera að nýta vetr­ar­fríið til sam­veru­stunda. Nóg hef­ur verið af inni­veru og auknu sjón­varps­áhorfi á meðal barna og ung­menna síðustu mánuði.

Frí­stunda­miðstöðvar á höfuðborg­ar­svæðinu bjóða upp á fjöl­breytta afþrey­ingu fyr­ir börn og full­orðna í vetr­ar­leyf­inu. Skemmti­leg fjöl­skyldu­dag­skrá er alla dag­ana en þá er einnig frítt inn á til­greind söfn fyr­ir for­eldra í fylgd með börn­um sín­um og ókeyp­is í sund á ákveðnum tím­um dags.

Á vef grunn­skól­anna í Reykja­vík má sjá dag­skrá frí­stunda­miðstöðva, safna og menn­ing­ar­stofn­ana í vetr­ar­leyf­inu. Það eiga all­ir að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi.

Smelltu hér til að kynna þér það sem er í boði í vetra­frí­inu á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar